Upplýsingar fyrir foreldra

Hvernig get ég fylgst með því hvað barnið mitt er að gera í snjallsímanum?

Til eru margskonar lausnir og tól sem geta hjálpað foreldrum að fylgjast með snjallsímanotkun barna. Með þessum tólum er til dæmis hægt að setja hámark á tíma sem barnið getur verið í tækinu á sólarhring, fylgjast með því hvaða smáforrit barnið er að nota, læsa tækinu þannig að það sé óvirkt og margt fleira.
Takmark notkun.net er að safna saman upplýsingum um þessi verkfæri og þar með aðstoða foreldra við að hafa aukið eftirlit.

Tól og verkfæri fyrir foreldra

Það eru til svo margir leikir og forrit, hvernig á ég að geta vitað um hvað þetta snýst allt saman?

Til eru samtök sem heita Common Sense Media sem stuðla að því að bæta vitundarvakningu foreldra í sambandi við nútíma tækni. Á vefsíðu samtakanna er hægt að leita að smáforritum, Youtube rásum, kvikmyndum, bókum ásamt ýmsu öðru og fá þar góða samantekt.
Til dæmis ef leitað er að "Harry Potter", er hægt að sjá samantekt um bækurnar, kvikmyndirnar og tölvuleikina.

Vefsíða Common Sense Media

Tengt efni


SAFT - Ung börn og snjalltæki (Bæklingur)
SAFT - 10 netheilræði (Bæklingur)